Lúsíuganga
Yndislegur dagur í Húsaskóla í dag.
Síðustu daga hefur 6. bekkur með umsjónarkennara sínum, Jóhönnu, kynnt sér Lúsíuhátíðina (boðbera ljósins) sem sterk hefð er fyrir í Svíþjóð. Í morgun gengu nemendurnir um allan skólann og inn í kennslustofur og sungu fyrir nemendur um Lúsíu. Inga heimilisfræðikennari hjálpaði bekknum við bakstur á Lussekatter sem var deilt út til allra nemenda