Ólympíuhlaup ÍSÍ 2025

Nemendur Húsaskóla taka þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ
Miðvikudaginn 24. september tóku nemendur þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Allir nemendur skólans tóku þátt og gátu nemendur valið á milli þriggja vegalengda þ.e. 2,5 km, 5 og 10 km. Flestir nemendur fóru 2,5 km eða 5 km. Allnokkrir nemendur fóru 10 km. Á síðustu metrum hlaupsins voru nemendur hvattir áfram með skólabjöllu og dúndrandi tónlist. Að hlaupinu loknu fengu nemendur hressingu og afslöppun í salnum. Dásamlegur morgun þrátt fyrir margbreytilegt veður.