Skáld í skólum

Skáld í skólum 3

Rithöfundar í heimsókn.

Rithöfundar hafa heimsótt okkur núna í nóvember með bókmenntadagskrána „Skáld í skólum“ þar sem fjallað er um  bækur og lestur, sköpun og skrif.

Embla Bachmann og Hjalti Halldórsson komu og hittu nemendur í 5. – 7. bekk þann 6. nóv. með erindi sitt „Alltaf sama sagan“. Þau veltu upp ýmsum spurningum og áttu samtal við nemendur um skáldsögur eins og hvaðan koma sögur og má nota hvað sem er í sögur.
Í dag 13. nóv. komu Kristín Björg Sigurvinsdóttir og Rebekka Sif Stefánsdóttir með dagskrána „Dularfulla bókaráðgátan“ fyrir 1. – 4. bekk. Með þeim fóru nemendur um ævintýraheim bókanna og leystu bókaráðgátu.