Svakalega lestrarkeppnin
Við í Húsaskóla höfum ákveðið að taka þátt í Svakalegu lestrarkeppninni.
Keppnin er lestrarátak á landsvísu og stendur yfir frá 15. september til 15. október. Sá skóli sem les flestar mínútur sigrar keppnina og hlýtur titilinn Svakalegasti lestrarskóli landsins ásamt því að fá glæsileg bókaverðlaun. Sá skóli sem les mest í hverjum landshluta fær líka sérstaka viðurkenningu. Sigurvegari keppninnar er tilkynntur á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, í sjónvarpsþættinum Málæði sem sýndur er á RÚV. Ykkar hlutverk kæru foreldrar er að vera dugleg að skrá lestur barna ykkar í Læsir! Umsjónarkennarar taka lesturinn svo saman og senda inn tölur bæði fyrir lestur heima og lestur í skóla. Því meira sem nemendur lesa því meiri líkur á góðu gengi.
Keppnin er lestrarátak á landsvísu og stendur yfir frá 15. september til 15. október. Sá skóli sem les flestar mínútur sigrar keppnina og hlýtur titilinn Svakalegasti lestrarskóli landsins ásamt því að fá glæsileg bókaverðlaun. Sá skóli sem les mest í hverjum landshluta fær líka sérstaka viðurkenningu. Sigurvegari keppninnar er tilkynntur á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, í sjónvarpsþættinum Málæði sem sýndur er á RÚV. Ykkar hlutverk kæru foreldrar er að vera dugleg að skrá lestur barna ykkar í Læsir! Umsjónarkennarar taka lesturinn svo saman og senda inn tölur bæði fyrir lestur heima og lestur í skóla. Því meira sem nemendur lesa því meiri líkur á góðu gengi.