Hagnýtar upplýsingar
Opnunartími skólans
Skólinn er opinn frá kl: 08.00 til kl. 17.00
Skrifstofa
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 08.00 til kl. 15.00.
Forfallatilkynningar
Foreldrar eru beðnir að hringja á skrifstofu skólans við upphaf skóladags ef um forföll er að ræða eða tilkynna þau á mentor.is. Forföll sem ekki eru tilkynnt eru skráð sem fjarvistir.
Leyfisbeiðni - eyðublað
Nesti
Húsakóli er heilsueflandi skóli. Nemendur eru hvattir til að koma með hollt og gott nesti og koma með vatnsbrúsa sem hægt er að fylla á yfir daginn.
Símanotkun
Öll notkun farsíma/snalltæka er óheimil í Húsaskóla nema með sérstöku leyfi kennara. Sé nemandi í eða með símann í almennum rýmum skólans, útiveru eða í kennslurýmum fylgir starfsfólk skólans eftirfarandi vinnureglum: A. Í almennum rýmum skólans er nemandi beðinn um að afhenda starfsfólki símann og fylgir starfsfólk nemenda á skrifstofu skólans til að afhenda símann. Nemandi getur sótt símann í lok skóladags á skrifstofuna. Vilji nemandi ekki afhenda símann verður honum vísað á skrifstofu skólans og ræðir þar við skólastjórnendur. Atvikið er skráð í Mentor. Nemendur eru hvattir til að leysa málið strax með því að afhenda símann og sækja á skrifstofuna eftir að skóladegi lýkur. B. Sé nemandi með símann í kennslustund er honum vísað úr tíma og fer hann á skrifstofu skólans þar sem hann þarf að afhenda símann. Atvikið skráð í Mentor. Þessar reglur gilda inni í Húsaskóla sem og á skólalóð.
Viðmið um skólasókn
Mikil áhersla er lögð á stundvísi nemenda í skólanum. Skólaskylda er í grunnskólum sem þýðir að börn og ungmenni á aldrinum 6–16 ára eiga að stunda þar nám. Foreldrar/forsjáraðilar bera ábyrgð á því að börnin innritist í grunnskóla, sæki skólann og stundi þar nám.
Ef misbrestur verður á skólasókn ber foreldrum/forsjáraðilum og skólanum að bregðast við. Til þess að þau viðbrögð verði sem árangursríkust hafa grunnskólarnir í Reykjavík sett sér samræmd viðmið og reglur sem þeir vinna eftir.
-
Skólasóknarreglur í grunnskólum Reykjavíkur
Undanþága frá skólasókn
Sjá nánar í 15. gr laga um grunnskóla.