Hagnýtar upplýsingar

Opnunartími skólans

Skólinn er opinn frá kl: 08.00 til kl. 17.00

Skrifstofa

Skrifstofa skólans er opin frá kl. 08.00 til kl. 15.00.

Nesti

Húsakóli er heilsueflandi skóli. Nemendur eru hvattir til að koma með hollt og gott nesti. Nemendur eru hvattir til að koma með vatnsbrúsa sem hægt er að fylla á yfir daginn.

 

 

Símanotkun

Öll notkun farsíma/snalltæka er óheimil í Húsaskóla nema með sérstöku leyfi kennara. Sé nemandi í eða með símann í almennum rýmum skólans, útiveru eða í kennslurýmum fylgir starfsfólk skólans eftirfarandi vinnureglum: A. Í almennum rýmum skólans er nemandi beðinn um að afhenda starfsfólki símann og fylgir starfsfólk nemenda á skrifstofu skólans til að afhenda símann. Nemandi getur sótt símann í lok skóladags á skrifstofuna. Vilji nemandi ekki afhenda símann verður honum vísað á skrifstofu skólans og ræðir þar við skólastjórnendur. Atvikið er skráð í Mentor. Nemendur eru hvattir til að leysa málið strax með því að afhenda símann og sækja á skrifstofuna eftir að skóladegi lýkur. B. Sé nemandi með símann í kennslustund er honum vísað úr tíma og fer hann á skrifstofu skólans þar sem hann þarf að afhenda símann. Atvikið skráð í Mentor. Þessar reglur gilda inni í Húsaskóla sem og á skólalóð 
 

 

Undanþága frá skólasókn

Sjá nánar í 15. gr laga um grunnskóla.