Nám og kennsla

Grunnskólar Reykjavíkurborgar vinna eftir aðalnámsskrá grunnskóla með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar. Meginmarkmið stefnunnar er að öll börn vaxi, dafni og uni sér saman í lýðræðislegu samfélagi sem einkennist af mannréttindum og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs.
Í kraftmiklu skóla- og frístundastarfi öðlast börn og unglingar menntun og reynslu til að láta drauma sína rætast og hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag.
Mentor
Mentor er upplýsingakerfi fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans. Forsjáraðilar og nemendur fá aðgangsorð að Mentor. Á fjölskyldusíðunni sjá forsjáraðilar meðal annars;
- stundatöflur
- heimavinnu,
- námsmat,
- skólasókn
Nemendur fá úthlutað lykiloðr og með því hafa þeir aðgang að nemendsíðum.
Námsáætlanir
Í kennsluáætlunum er lýst inntaki námsins og námsmati sem gefa kennurum, nemendum og foreldrum yfirsýn um það sem fengist er við í kennslunni.
Námsmat
Starf skólans byggir á áherslum Aðalnámskrár gunnskóla og Menntastefnu Reykjavíkurborgar. Húsaskóli vinnur eftir hugmyndafræði leiðsagnarnáms þar sem markmiðið er að valdefla nemendur svo þeir verði færir um að gera sér grein fyrir stöðu sinni í námi.
Námsmat sem eflir nám byggir á því að nemendur viti hvert eigi að stefna, séu meðvitaðir um námslega stöðu sína og fái leiðsögn til að ná námsmarkmiðum. Leiðsagnarmat er námsmat sem hefur þann megintilgang að veita nemendum endurgjöf er leiðir til þess að þeir geti bætt árangur sinn á grundvelli matsins. Námsmat þarf að veita nemendum, foreldrum og kennurum góðar upplýsingar um námsgengi og framfarir.
Áhersla er á fjölbreytta kennsluhætti, fjölbreytta og gagnkvæma endurgjöf þar sem nemendur færa rök fyrir máli sínu og líta gagnrýnum augum á námið og kennsluna. Forsenda náms er áhugi nemandans og hann sé ávallt meðvitaðir um námsmarkmið sín, viti hvert skal stefna og hvernig hann nái markmiðum sínum.
Mikilvægt er að nemendur taki virkan þátt með ígrundun um stöðu sína í námi. Það er á hendi kennara að aðlaga kennslu að niðurstöðum námsmatsins.

Kennsluhættir
Markmið skólans er að veita öllum nemendum góða menntun og jöfn tækifæri til að þroskast fyrir líf og starf í íslensku þjóðfélagi. Tekið er mið af þörfum og hæfileikum hvers einstaklings. Kennarar kenna samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla og leitast við að beita fjölbreyttum kennsluháttum, einstaklingsmiðuðu námi, samvinnu nemenda, samþættingu náms og fjölbreyttum matsaðferðum.

Viðmið um skólasókn
Mikil áhersla er lögð á stundvísi nemenda í skólanum. Öll börn og ungmenni á aldrinum 6 til 16 ára eru skólaskyld og bera foreldrar/forsjáraðilar ábyrgð á því að börnin innritist í grunnskóla, sæki skólann og stundi þar nám.
Ef misbrestur verður á skólasókn ber foreldrum/forsjáraðilum og skólanum að bregðast við. Til þess að þau viðbrögð verði sem árangursríkust hafa grunnskólarnir í Reykjavík sett sér samræmd viðmið og reglur sem þeir vinna eftir.
