Foreldrastarf í Húsaskóla

Velferð barna og farsæl námsframvinda byggist ekki síst á því að foreldrar styðji við skólagöngu barna sinna og gæti hagsmuna þeirra í hvívetna, eigi gott samstarf við skóla, veiti skólanum viðeigandi upplýsingar og taki þátt í námi barna sinna og foreldrastarfi frá upphafi til loka grunnskóla.

Upplýsingagjöf milli heimila og skóla og samráð kennara og foreldra um nám og kennslu er mikilvæg forsenda fyrir árangursríku skólastarfi. Skólar bera ábyrgð á að slíkt samstarf komist á og því sé viðhaldið alla skólagöngu barnsins. Virk hlutdeild og þátttaka foreldra í námi og starfi barna sinna er forsenda þess að foreldrar geti axlað þá ábyrgð sem þeir bera á farsælu uppeldi og menntun barna sinna.

Foreldrafélag

Hlutverk foreldrafélags er að styðja við skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimilis og skóla.

Foreldrafélagið á tvo fulltrúa í skólaráði. Bekkjarfulltrúar eru fulltrúar foreldrafélagsins inn í hverjum bekk eða árgangi.

Teikning af hjónum með ungling á milli sín.

Stjórn foreldrafélags Húsaskóla 2024-2025

Formaður: Sunneva Svavarsdóttir 

Gjaldkeri: Þórunn Freyja Gústafsdóttir

Ritari: Þórhalla Sigríður Stefánsdóttir    

Bekkjarfulltrúar

Hlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra/forsjáraðila, kennara og nemenda innan hvers bekkjar. Þeir gegna hlutverki verkstjóra með því að halda utan um verkefni og miðla þeim áfram. Þeir eru tengiliðir foreldra og umsjónarkennara ef koma þarf sérstökum málum á framfæri við stjórn foreldrafélags eða skólaráð. Einn bekkjarfulltrúi úr hverjum árgangi situr í stjórn foreldrafélagsins. Bekkjarfulltrúar hvers árgangs koma sér saman um hver þeirra býður sig fram til stjórnarsetu og í hvaða röð hinir eru til vara. 

Teikning af tveimur öfum með barnabarni.

Bekkjarfulltrúar 2024-2025

1. bekkur  

Ólöf Karitas Þrastardóttir, Bjarni Þór Bragson, Brynja Hlldórsdóttir, Dagmar Ólafsdóttir.

2. bekkur 

Silja Rut Sigurfinnsdóttir, Gerður Björk Kjærnested, Marta María Hirst.

3. bekkur 

Silja Rut Sigurfinnsdóttir, Sigfríður Arna Pálmarsdóttir. 

4. bekkur 

Dagný Stefánsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Edda Svandís Einarsdóttir.

5. bekkur 

Kristbjörg Sigurjónsdóttir, Sigrún Buithy Jónsdóttir.

6. bekkur 

Hlédís Sigurðardóttir, Gerður Björk Kjærnested, Heimir Þór Kjartansson, Eva Sólan.

7. bekkur 

Erlendur Höskuldsson, Kristín Björnsdóttir.