Skólinn

Húsaskóli hóf starfsemi sína árið 1991. Skólinn er staðsettur í mikilli náttúruperlu í Keldnaholtinu og nýtir skólinn sér þá sérstöðu í kennslu og útivist.
Einkunnarorð skólans eru jákvæðni, virðing og samvinna og endurspegla þau starf skólans. Lögð er áhersla á að skapa jákvæðan skólabrag þar sem öllum líður vel og allir í skólasamfélaginu sýna virðingu í öllum samskiptum. Lögð er mikil áherslu á að gott samstarf sé milli nemenda, foreldra/forsjáraðila og starfsfólks.
Húsaskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1. – 7. bekk. Nemendur eru um 145 talsins og starfsfólk um 30.
Leitast er við að beita fjölbreyttum, skapandi, einstaklingsmiðuðum kennsluháttum ásamt því að stuðla að samvinnu nemenda, samþættingu náms og fjölbreyttra námsmatsaðferða. Við leitumst enn fremur við að bjóða upp á skapandi lærdómssamfélag þar sem unnið er með teymiskennslu og hæfnimiðað verkefnanám/þemanám. Á síðustu árum hefur verið innleitt leiðsagnarnám þar sem nemendur velta reglulega fyrir sér námi sínu með kennurum til að nálgast betur eigin markmið í náminu og ákveða hvert skuli stefna. Markmiðið er að nemendur nái árangri, séu áhugasöm um nám sitt og öðlist sem víðtækasta þekkingu og færni.
-
Meira um Húsaskóla
Stjórnendur
- Skólastjóri er Katrín Cýrusdóttir
- Aðstoðarskólastjóri er Gunnhildur Harðardóttir
- Deildarstjóri stoðþjónustu er Kristín Ármannsdóttir
Skólastarfið
Skólanámskrá/starfsáætlun
Almennur hluti skólanámskrárinnar og starfsáætlun skólans hafa að mestu sameinast í eitt rit sem ber heitið Starfsáætlun Húsaskóla. Starfsáætlun er endurskoðuð á hverju ári og lögð fram til umsagnar í skólaráði Húsaskóla og einnig í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Í almennum hluta er m.a. að finna upplýsingar um starfsemi skólans frá stofnun og helstu atriði í þróun skólans frá upphafi, skipulag kennslu, stefnu skólans, innra mat, áætlanir um umbætur og þróunarstaf, samstarf heimila og skóla sem og samstarf við önnur skólastig og grenndarsamfélagið. Einnig er þar að finna ýmsar áætlanir.
Skóla-og verklagsreglur
Skólaganga, uppeldi og menntun er víðtækt samvinnuverkefni skólasamfélagsins. Grunnur að góðu skólastarfi er farsæl samvinna milli heimilis og skóla.
Skólinn vinnur í anda uppeldisstefnunnar, Uppeldi til ábyrgðar, sem byggir á því að einstaklingurinn geti tekið sjálfstæðar og siðferðilegar ákvarðanir varðandi eigin hegðun.
Skólareglur skólans eru endurskoðaðar árlega og kynntar foreldrum/forsjáraðilum. Umsjónarkennarar fara einnig yfir þær með nemendum.
Skólaráð
Meginhlutverk skólaráðs er að vera vettvangur fyrir alla fulltrúa skólasamfélagsins til að eiga samráð um málefni skólans.
Skólaráð er skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara, einum fulltrúa annars starfsfólks í skólanum, tveimur fulltrúum nemenda, tveimur fulltrúum foreldra/forsjáraðila auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs. Skólaráð velur að auki níunda fulltrúa ráðsins úr grenndarsamfélaginu t.d. úr æskulýðs- og tómstundastarfi, þjónustumiðstöð eða einstakling sem sýnt hefur skólastarfinu áhuga. Einnig má velja þriðja foreldrið sem níunda fulltrúann.
Skólaráð Húsaskóla
Starfsáætlun skólaráðs 2024-2025
Fulltrúar og fundarskipulag 2024-2025
Fundargerðir skólaráðs 2024-2025
Matur í grunnskólum
Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.
Foreldrar/forsjáraðilar þurfa nú að skrá mataráskrift í kerfi Matartímans og velja þá vikudaga sem börn þeirra vilja borða. Vikudagar sem nemendur velja skulu alltaf vera þeir sömu t.d. allir þriðjudagar og/eða allir fimmtudagar o.s.frv. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar má finna á heimasíðu Matartímans/Abler.

Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.

Nemendaráð Húsaskóla
Markmið nemandaráðs er að vinna að hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Nemendaráð kemur meðal annars að jafnréttismálum, matarmálum, húsnæði og öðru sem viðkemur málefnum nemendum skólans.
Mat á skólastarfi
Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun. Einnig ber að tryggja að starfsemi skólans sé í samræmi við lög og reglur.
Skólahverfi
Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Húsaskóli er hverfisskóli fyrir íbúa við eftirtaldar götur: Baughús, Dalhús, Gagnvegur, Garðhús, Grundarhús, Hlíðarhús, Miðhús, Suðurhús, Sveighús, Vallarhús, Veghús og Vesturhús.