Innra mat á skólastarfi í Húsaskóla

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.  Einnig ber að tryggja að starfsemi skólans sé í samræmi við lög og reglur.  Huga þarf að gæðum náms og skólastarfs og tryggja að réttindi nemenda séu virt. Lögð er áhersla á að allir starfsstaðir skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar vinni markvisst innra mat sem er óaðskiljanlegur hluti af skóla- og frístundastarfi. Í því flest fagleg ígrundun og greining á gögnum til að meta gæði skólastarfs og hvort að tilætlaður árangur hafi náðst út frá fyrir fram ákveðnum viðmiðum.  

 

Innra mat Húsaskóla

Sveitarfélög sinna mati og eftirliti með gæðum skólastarfs og  skulu þeu  jafnframt fylgja eftir að það mat leiði til umbóta í skólastarfi ef þess þarf. Hver grunnskóli metur með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs með virkri þátttöku starfsfólks skólans, nemenda og foreldra.  Skólinn  birtir opinberlega upplýsingar um innra mat sitt. 

Í Húsakóla er fagþróunarteymi sem heldur utan um innra mat. 

Innra mat 

Umbótaáætlun 2024-2025

Áætlun um faglegt starf og mat á skólastarfi í Húsaskóla 2024-2025

Staða og þróun innra mats í Húsaskóla frá 2022-2024