Innra mat á skólastarfi í Húsaskóla

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.  Einnig ber að tryggja að starfsemi skólans sé í samræmi við lög og reglur.  Huga þarf að gæðum náms og skólastarfs og tryggja að réttindi nemenda séu virt.

 

Hver grunnskóli metur með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra.  Grunnskóli birtir opinberlega upplýsingar um innra mat sitt.

Sveitarfélög sinna mati og eftirliti með gæðum skólastarfs.  Þau skulu jafnframt fylgja eftir að það mat leiði til umbóta í skólastarfi ef þess þarf.

Hér koma skýrslur